Heimilisþrif | Skipulag sem virkar

Fyrir nokkru sýndi ég á Snapchattinu mínu (itsagustasif) þrifaplanið mitt, ég fékk rosalega margar spurningar um það og ákvað að skrifa blogg um það svo ég gæti sýnt ykkur almennilega hvernig það virkar og hvernig það hvetur mig.

Mig langaði í sjónræna dagskrá, og að hafa eitthvað í símanum hentar mér ekki því að þá þarf ég að muna eftir því að opna skjalið og gera það sem stendur í því. Það þarf að vera skipulag á blaði og á stað þar sem ég gæti alltaf séð það og eitthvað sem ég gæti skrifað á, til að bæta við verkefnum ef það þyrfti og til þess að merkja við það sem ég var búin að gera. Ég var fyrst að spá í tússtöflu en þær eru flestar hrikalega ljótar og ekki auðvelt að færa þær til. Ég fékk þá hugmynd um að prenta út hvern dag með verkefnum fyrir daginn og plasta blaðið þannig að ég gæti merkt við það sem væri búið og bætt við verkefnum sem þyrfti að gera.

Svona er planið mitt sett upp.

Mánudagur – Mop it Monday
Titillinn segir það í rauninni að sjálfu sér, Mánudagar eru skúringadagar, þá er sópað undan öllum húsgögnum, gengið frá og öll gólf skúruð með heitu vatni og sápu. af því að þetta er mjög stuttur dagur, þá nota ég hann oft líka í verkefnin á Þriðjudögum eða Miðvikudögum.

Þriðjudagur – Toilet Tuesday
Þriðjudagar eru Klósett dagar, þá er allt þrifið hátt og lágt á baðherberginu Klósett, bað og vaskur skrúbbaðir og skápurinn þrifinn og endurraðaður.

Miðvikudagur – Wipe it Wednesday
Miðvikudagar eru frekar krefjandi í þrifum en á miðvikudögum þurrka ég af öllu, og þá meina ég ÖLLU! ljósrofar, hurðarhúnar, húsgögn og allt annað sem þarf að þurrka af, oft er gott að klára eitthvað af þessu á mánudegi, fimmtudegi eða sunnudegi! 

Fimmtudagur- Throw it Thursday
Þessi dagur er mjög auðveldur, maður er í raun bara að henda dóti út af heimilinu, ég nota þennann dag til að henda pappa sem hefur safnast saman, fara með flöskur í endurvinnslu, gefa fatnað í rauða krossinn og annað tilfallandi. Ég var ekki búin að setja inn flöskuferðirnar á blaðið því ég átti frekar erfitt með að finna verkefni sem hentuðu þessum dögum en ég er alltaf að finna fleiri og fleiri verkefni sem gætu talist að vera að henda út af heimilinu. Þar sem þessi dagur getur verið mjög verkefnalítill er gott að nýta hann í að þurrka af því sem ekki var gert á miðvikudögum.

Föstudagur- Fold it Friday
Þvottadagur! eða svona að mestu, að sjálfsögðu þarf maður að henda oftar í vél en einu sinni í viku en þessi dagur er tileinkaður þvottinum. Þá tek ég af öllum rúmum og þvæ, set nýtt á rúmin. Fatnaður sem hefur fengið að hanga á ofnum eða ekki gengið frá eftir notkun eru annað hvort færð í þvottinn eða aftur í fataskápinn. á 6 mánaða fresti tek ég niður allar gardínur og þvæ á þessum degi, ég tek mig líka til og passa að allt í fataskápum sé á réttum stað. Hér er líka gott að taka fatnað sem á að gefa, til hliðar og henda á fimmtudögum.

Laugardagur- Slow it Sunday
Laugardagar eru ekki dagar til þess að vera á fullu í heimilisþrifum, hér hægir maður bara á sér! En tekur frá 30- 60 min til þess að ganga frá og gera snöggþrif. Ef það er eitthvað sem á eftir að gera er best að klára það af á þessum degi!

Sunnudagur- Sacred Sunday
Algjör frídagur, ég nýti sunnudagana mína í ekki neitt, það er alveg nóg að ganga frá eftir matartíma, ganga á eftir Klaka sem er eins og hvirfilbylur með matarleifar og fara út með ruslið.

Þessi aðferð hefur hentað mér mjög vel, að hafa skipulagið í höndunum og sjónrænt hefur auðveldað hlutina og hvatt mig til þess að klára það sem ég byrjaði á, það er alltaf gaman að sjá græn check merki á eftir orðunum 😉

Ég vona að þetta hjálpi einhverjum þarna úti sem þurfa að hafa hlutina sjónræna og hnitmiðaða. Endilega látið mig vita ef þið hafið prófað og hvort þetta hafi hjálpað á einhvern hátt.

Aníta Kröyer (1)

Photo 02-10-2018, 20 52 19

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s