Á persónulegu nótunum

Ég er örugglega búin að skrifa þessa færslu svona milljón sinnum en einhvernveginn ekki verið nógu ánægð með innihald hennar og frestast því þá að pósta henni.

Það einkennir líf mitt í dag, mér finnst ég einhvernveginn ekki vera gera neitt nógu vel eða þá að allt sem ég geri sé asnalegt, sem er algerlega fráleitt þegar ég hugsa betur um það. Ég ætla ekkert að skafa af því en upp á síðkastið hef ég ekki viljað pósta neinni færslu því áhuginn var enginn – útaf þeirri hugsun að ég held að enginn vilji lesa það sem ég skrifa.

Ég er búin að vera hjá sálfræðingi í allt sumar til þess að vinna aðeins í mér og mínum hugsunum, hugsanir sem hafa mótast eftir áraraðir af áföllum sem ekki hefur verið unnið úr og þá hafa hugsanirnar einfaldlega orðið minn raunveruleiki, raunveruleiki sem ég kæri mig ekkert um, bara ekki neitt. Það að fara til sálfræðings er það besta sem ég hef ákveðið að gera fyrir sjálfa mig, ég hef lært svo ótrúlega mikið um mig og hvernig ég get stoppað þessar hugsanir og reynt að sjá hversu ótrúlega dýrmæt ég er, það virkar ekki alltaf, bara alls ekki en í hvert einasta skipti sem ég gríp hugsunina í fæðingu næ ég að grípa hana oftar.

Ég er ekki einusinni viss afhverju ég er að deila þessu með ykkur in the first place en hér er ég, með enga grímu, gjörsamlega berskjölduð og tilbúin að deila öllu því með ykkur sem þið viljið vita, hvað sem er. Ég er með kvíða eins og svo margir íslendingar sem hefur eflaust verið til staðar frá því á barnsaldri en ég fékk samt mitt stærsta kvíðakast fyrr á árinu og hélt í alvörunni að ég væri að deyja, rosalegt dæmi. Það sýndi mér bara hversu ótrúlega eitraðar hugsanirnar voru, sem betur fer leitaði ég mér aðstoðar því hugsanirnar eru stundum bara hlægjilegar í dag.

Mig langar bara svo ótrúlega mikið til þess að geta notið þess að lifa án þess að vera í einhverskonar kapphlaupi við mínar eigin hugsanir um allt og alla, en ég er ekkert að stressa mig á því, það mun koma.

Lífið mitt er samt sem áður æðislegt þó svo að ég berjist við mínar eigin hugsanir á hverjum degi, sumarið var sem dæmi eitt það besta hingað til en það er í sjálfu sér efni í aðrar færslur t.d. þegar Jónas bað mín, þegar við opnuðum netverslunina, ferðalagið okkar vestur og svo ótrúlega margt sem ég gerði í sumar sem ég væri til í að deila með ykkur.

Kannski er markmiðið með þessari færslu bara það að við erum öll með einhverja djöfla sem við erum að draga og það er gott annað slagið að taka hausinn aðeins í gegn. Í þetta skipti ætla ég allavega að pósta bara færslunni og hætta hugsa um það, svo ég þurfi nú ekki að skrifa hana oftar.

Þið megið endilega fylgja mér á instagram en ég er rosalega dugleg að pósta fallegum myndum og allskonar skemmtilegu (rakelerr).

Aníta Kröyer (12)

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s