Nafnaveisla

Þann 9. september nefndum við Anton dóttur okkar!
Við vorum með nafnaveislu, og tilkynntum nafnið með smá leik, ég hafði klippt út gul hjörtu jafn mörg og nafnið hennar er, sett þau uppá vegg og svo fengu gestir að giska á stafina í nafninu.

20180909_152756.jpg

Fékk hún nafnið Malía Charlotta 💛 En amma hennar hét María Charlotta.

 

20181109_131357

 

Við vorum með alltof mikið af veitingum! og náðist ekki að klára 1 umferð af því sem við höfðum.. En það sem var á borðinu..

 • Skírnaterta
 • Súkkulaði kaka
 • Gullkaka
 • Kókosbomba
 • Oreo skyrterta
 • Dísudraumur
 • Rice krispies kökur
 • Skinkuhorn
 • Sírópslengjur
 • Makkarónur
 • Rækju brauðtertur

Og þetta var bara 40 manna veisla talið með börnum…

20180909_143238.jpg

 

Skírnatertan var frá myllunni og vorum við mjög ánægð með hana!
20180909_143213.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skreytingarnar..

 • Kertið keypti ég í IKEA og skreytti það með blómum sem ég fékk í föndru og límmiðana.
 • Ég keypti líka stafina í föndru ásamt bleikri akríl málingu.
 • Myndirnar og þráðurinnn er frá prentagram.
 • Blöðrustandurinn fékk ég í partýbúðinni.

 

 

Þessi dagur var yndislegur, allt gekk vel enda ekki lítil hjálp sem við fengum frá fólkinu í kringum okkur!

 

Aníta Kröyer (7)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s