Sannleikurinn um Sugarbearhair

Jæja krakkar,

Nú er loksins komið að þessu, fyrir rúmlega 4 mánuðum skrifaði ég um að ég ætlaði að prófa SugarBearHair hárvítamínin. Í þeirri færslu fór ég yfir ástæðurnar af hverju ég valdi þetta merki og væntingar mínar til þess, þið getið lesið allt um það og séð fyrir myndir í fyrsta kaflanum hér. Þar sagðist ég líka ætla að gefa ykkur update á 1, 3 og 6 mánaða fresti, sem gekk ekki upp því að það var bara enginn árangur. Ef ég hefði ákveðið að halda mig við planið þá hefði ég þurft að setja inn 2 færslur af mér að segja ykkur að það væri ekkert að gerast. Skemmtilegt blogg það! Ég ætlaði að bíða þar til að 6 mánuðirnir væru búnir en það voru svo margir að spurja út í næstu update að ég varð að skrifa eitthvað núna. Fyrsta mánuðinn tók ég eftir því að augnhárin mín litu betur út, ég var þó fljót að fatta að það væri ekki Sugarbearhair að þakka heldur því að ég var mjúkhentari þegar ég fjarlægði farðann af mér.

Hársvörður Mjög svipaður, ég hef ekki fengið slæmt exem í hársvörðin en ég get ekki tengt það beint við Sugarbearhair. Ég var líka búin að vera góð áður en ég byrjaði á Sugarbearhair.
Raki- Engin sjáanleg breyting, það er erfitt að mæla rakann í hárinu en ég get ekki sagt að hárið mitt sé betra á þessu sviði.
Þykkt- Engin breyting, ég bjóst ekki við miklum breytingum á þykkt, en maður getur alltaf látið sig dreyma. Ég er enn með sama þunna hárið.
Sídd- Hárið mitt hefur síkkað um 5-6 cm á þessum 4 mánuðum, en það er nokkuð gott miðað við það að meðal vaxtarhraði hárs er 1 – 1.25 cm á mánuði. Þannig að ef mitt hár vex um 1 cm á mánuði hef ég fengið auka 2 cm þessa 4 mánuði, sem ég er smá ánægð með.

Ég vildi óska þess að ég gæti sagt ykkur að hárvítamín séu það besta í heiminum og að þau hafi hjálpað mér bilað mikið, en ég get það bara ekki. Miðað við aðrar fyrir og eftir myndir er ég vonsvikin, jú hárið mitt óx örlítið hraðar en meðaltalið, en það var ekki peninganna virði. En þetta er akkúratt ástæðan fyrir því að ég vildi skrifa bloggseríu um þessi vítamín, ég gat aldrei fundið alvöru árangur frá venjulegu fólki. Eftir að hafa séð tugi auglýsinga og dúlbúnar auglýsingar þar sem fólk fékk hár niður á rass eftir 3 mánuði ákvað ég að prófa, og í raun er Sugarbearhair besta auglýsingabrella sem ég hef séð. Ég á enn 2 dunka eftir af vítamínunum þannig að ég get haldið í vonina, en satt að segja er ég sannfærð um að hárvítamín virki ekki og eru ekki peninganna virði.

Ég mun ekki kaupa hárvítamín aftur til þess að hjálpa hárvexti eða heilbrigði hársins míns, ég mun frekar borða hollann mat, hætta að steikja hárið mitt sjálfviljug og hugsa almenn betur um hárið til þess að það vaxi.

Aníta Kröyer (1)

 

Photo 02-10-2018, 20 52 19

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s