Bismarktoppar

 

9. desember síðastliðinn hélt ég upp á 2ja ára afmælið hennar Víktoríu Sólar. Þar sem það var stutt í jólin ákvað ég að baka tvenns konar marengstoppa og bjóða upp á í veislunni, lakkrístoppa með piparfylltum lakkris og svo bismarktoppa. Bismarktopparnir slógu heldur betur í gegn enda voru þeir guðdómlegir (þó ég segi sjálf frá) og smakkast einfaldlega eins og jólin. Þar sem kökunar voru fyrir afmælið þá bætti út í smá rauðum matarlit og hrærði lítið sem ekkert til þess að gera kökunar svona bleikar/ mislitaðar.

Ég fann enga uppskrift á netinu en notaði bara lakkristoppauppskriftina hennar mömmu og í staðinn fyrir lakkrís ákvað ég að bæta úti bismark brjóstsykri. Þetta heppnaðist svo vel að ég hreinlega verð að deila þessari ljúffengu uppskrift með ykkur.

Innihald –

• 3 eggjahvítur
• 200 g púðursykur
• 150 g bismark brjóstsykur (1 poki)
• 150 g rjómasúkkulaðidropar (ég notaði sælkerabaksturs rjómasúkkulaðidropa frá Síríus)

Aðferð –

Stífþeytið eggjahvítur, bætið svo púðursykri útí og þeytið þar til allt er vel blandað saman. Myljið brjóstsykurinn og súkkulaði (mér finnst best að nota matvinnsluvél í þetta en það er ekkert mál að gera þetta í höndunum) og blandið varlega saman við sykurhræruna með sleif. Skellið smjörpappír á bökunarplötu, notið teskeið til að móta toppana og bakið á 140°C í 20 mínútur. Svo er bara að taka þá út og njóta.

6D1C1FC1-5404-4C79-90DF-8F0E687628D2

Vonandi eru hátíðarnar búnar að vera góðar hjá ykkur, sjáumst hress á næsta ári ❤

Instagram: astasoley23

Ásta Logo

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s