Áramótaheit 2019

Ég er ekki manneskjan sem stendur við áramótaheitin sín, en í þetta sinn ákvað ég að gera mér auðveldara fyrir og gera þetta aðeins öðruvísi en öll hin árin, tja eða kannski bara skipulagðra.

Ég er með 3 flokka í heitunum mínum, áramótaheit, markmið og fötulista (e. Bucket list). Já áramótaheit og markmið eru nánast sami hluturinn en þar sem ég stend aldrei við áramótaheit vildi ég flokka það sem ég vildi gera á árinu 2019 með þessum hætti. Ég er með fullt af atriðum í flokkunum en ég ætla aðeins að segja frá nokkrum því mörg markmiðin, heitin og fötulistaatriðin eru mjög persónuleg fyrir mig.

Áramótaheit

Áramótaheitin mín eru flokkuð sem litlu hlutirnir sem ég veit að er auðvelt fyrir mig að ná. Þetta eru hlutir sem ég geri nú þegar, en mætti gefa í og gera oftar. Þetta eru hlutirnir sem ég þarf ekki að tímasetja eða hafa raunhæfa.

 1. Elda oftar – Ég er virkilega löt í eldhúsinu en langar að breyta því á árinu, ég ætla að byrja á því að gera matseðla fyrir hverja viku og prófa nýja uppskrift mánaðarlega.
 2. Innrétta Eitt herbergi á mánuði – Ég er reyndar byrjuð á þessu, en mig langar að klára að gera heimilið að mínu, planið er að innrétta eitt herbergi á mánuði, en sleppa því að kaupa stóra og dýra hluti og safna frekar fyrir þeim með tíð og tíma. Heppin að það eru 12 mánuðir í ári og bara 3-4 herbergi sem ég þarf að gera!
 3. Taka til í fataskápum – Það vita flestir að þvotturinn er minn versti óvinur, mér fannst því tilvalið að hafa það sem áramótaheit að fara í gegnum fataskápana og losa mig við fatnað og annað sem ég vil ekki eiga lengur, og þar með minnka þvott!
 4. Taka til í geymslunni – Ég hef ekki tekið til í geymslukössum og geymslunni frá því að ég flutti frá mömmu og pabba fyrir 5-6 árum, það fer í taugarnar á mér að vita af fullt af drasli sem ég hef engin not fyrir í geymslunni minni, að taka pláss.
 5. Fara til útlanda – Jökull Owen hefur aldrei farið til útlanda, mig langar að fara með hann í sína fyrstu ferð á árinu.
 6. Blogga oftar – Ég er nokkuð dugleg að blogga, en mig langar til að bæta mig. Mér finnst gaman að skrifa pistla og ætla að blogga minnst 2 á mánuði, helst vikulega.
 7. Æfa makeup og hár – Þetta er eitthvað sem ég geri nú þegar en það er gott að æfa sig til að viðhalda kunnáttunni, ég þarf mest á því að halda að æfa hárið, þar sem ég er ekki með mikið sjálfstraust í því.
 8. Æfa sönginn – Fyrir þá sem ekki vita þá er ég í Söngnámi í Söngskóla Reykjavíkur, Þetta er ábyggilega mitt uppáhalds hobby (með förðuninni að sjálfsögðu) og ég hef náð virkilega miklum framförum á 3 mánuðum, en ég vil halda þessu áfram og athuga hversu langt ég get gengið með röddina mína.

Markmið

fyrir mér eru markmiðin erfiðari, þau eru eitthvað sem þarfnast verulegs aga, lífstílsbreytingu og jafnvel eitthvað sem ég kann ekki eða geri lítið af nú þegar. Hér finnst ég þurfa SMART aðferðina og athuga raunhæfni atriðanna.

 1. Fara í ræktina og styrkja mig – Ég ætla ekki að taka “verða mjó” pólinn í 100.000asta skiptið, ef það gerist þá er það bara rosa gaman, en ég vil frekar styrkja mig og byggja upp þol því að ég nenni ekki að eltast við staðalímyndir lengur. Ég er líka með ofsakvíða, þannig að þetta gæti orðið góð leið til að þjálfa hugrekkið.
 2. Fara út að labba – Önnur leið til þess að þjálfa kvíðann, það líka skiptir miklu meira máli en maður heldur að fara út og fá sér ferkst loft. Ég geri þetta aldrei en mig langar til að byrja núna. Planið er að fara í göngutúr á hverjum degi eftir að Klaki er farinn með skólabílnum, þarf ekki að vera langur, en bara taka einn hring.
 3. Bæta mataræðið – Ég ét drasl, ég er virkilega skrítin þegar það kemur að mat, einn daginn elska ég eitthvað en þann næsta er það, það ógeðslegasta sem ég veit um. En ég get líka borðað sama matinn alla daga, allann ársins hring, það versta er að pizza er ekki það heilbrigðasta né næringarríkasta sem til er. Sykursýki 2 er í ættinni minni, og ég vil forðast það eins og heitann eldinn að sprauta mig á hverjum degi og forðast sykur eins og pláguna. Þannig að ég vil bæta mataræðið virkilega á árinu.
 4. Verða Skuldlaus – Aaaah draumurinn, þetta er mjög gerlegt markmið, ég er ekki með einhverjar rosalegar skuldir, en það væri gott að borga námið mitt, yfirdráttinn og kreditkortið. Ég er nokkuð góð þegar það kemur að fjármálum, það er að borga af því sem ég skulda, er ekkert voðalega dugleg að halda mér skuldlausri. En ég ætla mér að gera það í ár.

Fötulistinn

Eins og ég kýs að kalla hann á mjög svo fallegri Íslensku er flokkur með hlutum sem mig langar að gera, hann inniheldur skemmtilega hluti, athafnir eða annað sem auðvelt er að framkvæma og eru skemmtilegir hlutir, eins og námskeið, útlandaferðir og föndur.

 1. Fara á námskeið í ljósmyndun – Ég á fína myndavél, sem ég kann í rauninni ekkert á, mig hefur lengi langað til þess að fara á örnámskeið í ljósmyndun, bara svo að ég geti tekið nothæfar myndir af fjölskyldunni eða myndir fyrir bloggið.
 2. Búa til skartgripi – Ég er mjög creative manneskja og ég hef heilann lista af hlutum sem mig langar að föndra.
 3. Ferðast innanlands – Ég ferðast lítið með Jökul, enda er hann mjög reglufastur drengur og ég veit ekki hvernig hann tekur í það að vera á flakki, en ég væri alveg til í að taka helgi eða viku í það að skoða landið örlítið betur.
 4. Prjóna peysu – Þetta gæti orðið frekar erfitt, enda er eg mjög óþolinmóð, en mig langar að klára eitthvað sem ég byrja á að prjóna.
 5. Syngja Cover – Ég er frekar hrædd við þetta, en mig langar að taka upp cover af einhverju lagi í ár.
 6. Fara á tónlistarhátíð – Shocker ég hef aldrei farið á tónlistarhátíð, enda hef ég ekki mikið hugrekki í það að vera í margmenni og utan þægindarammans.
 7. Fara í nudd – Segir sig sjálft, mig langar að prófa að fara í nudd hjá einhverjum sem veit hvað hann er að gera.
 8. Fara í fjölskyldu myndatöku – Ég á bara myndir af Jökli sem eru teknar af ljósmyndurum, það væri gaman að eiga myndir af okkur saman.

 

Þetta eru Áramótaheitin mín fyrir árið 2019, ég hlakka mikið til að sjá hvað verður úr þessu. Ég ætla þó bara að taka 1 viku í einu og gera mitt besta. Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur! Endilega segið mér hvaða markmið/áramótaheit/fötulistadót þið eruð með fyrir 2019! Við ætlum að rústa þessu krakkar!

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s