Fimmtán ára í fóstureyðingu

Þegar ég var fimmtán ára gömul fór ég á útihátíð og datt í það. Ég hitti strák, fór með honum í tjald og svaf hjá honum án getnaðarvarna. Rúmlega tveimur sólarhringum síðar skrapaði ég saman klinki og keypti neyðarpilluna. Hana hafði ég tekið tvisvar sinnum áður og í bæði skiptin var liðinn minna en sólarhringur frá samförum. Í þessi tvö skipti virkaði neyðarpillan og ég byrjaði á túr stuttu síðar. Dagarnir liðu og ekkert bólaði á blóðinu. Ég er og hef aldrei verið trúuð en eitt kvöldið fór ég á hnén fyrir framan rúmið mitt og bað til guðs. Ég bað til guðs um að ég væri ekki ólétt. Ég bað til guðs um að byrja á túr strax.

Fljótlega varð það ljóst að ég þyrfti að taka óléttupróf. Ég pissaði á prikið heima hjá þáverandi vinkonu. Ég fór eftir leiðbeiningunum og beið í nokkrar mínútur. Ó MÆ GAT. Prófið var neikvætt. Ég var svo glöð. Ég var svo fegin. Ég valhoppaði heim með bros á vör. Eftir kvöldmat fór ég aftur til vinkonunar. Ég bankaði á hurðina og sekúndubroti seinna reif hún upp hurðina. Skelfingu lostin á svipin með óléttuprófið í hendinni og gargaði á mig að prófið var jákvætt. Mér leið eins og það hefði verið keyrt yfir mig. Hvernig gat þetta verið? Prófið hlaut að vera gallað. Eða hvað? Ég vissi að ég þyrfti að taka annað en innst inni vissi ég að þetta var satt. Ég var fimmtán ára krakki og ég var ólétt. Fokk. Hvernig gat ég látið þetta gerast? Ég hugsaði þetta vel og vandlega en ég held ég hafi alltaf vitað það að ég ætlaði í þungunarrof.

Genginn rúmlega sjö vikur á leið mætti ég upp á landspítala. Mér var gefin spítalaföt, rúm og verkjalyf. Biðin var löng og kvíðinn jókst. Loksins var komið og náð í mig. Mér var rúllað í lyftuna í spítalarúminu. Ég veit ekki hvort við fórum upp eða niður en þegar lyftan opnaðist leið mér eins og ég væri stödd í kjallara í miðri hryllingsmynd. Það var farið með mig inn á skurðstofuna, hjúkkan tók upp nál og ætlaði að svæfa mig. Lítil og hrædd, ég gjörsamlega fríkaði út og hljóp. Þetta var of mikið. Ég var ekki tilbúin í vera ólétt hvað þá fara í einhverja aðgerð. Eftir langt spjall var ákveðið að ég fengi pillurnar og stílana. Pillurnar tók ég á spítalanum en stílana átti ég að taka daginn eftir.

Um leið og ég vaknaði um morguninn setti ég stílana í leggöngin. Ég man ekki hvað leið langur tími þar til ég var komin með massífa túrverki. Ég stóð upp og fann það var eitthvað að koma út úr mér. Ég spennti vöðvann og hljóp inn á baðherbergi. Ég sast á klósettið og út rann fóstrið með tilheyrandi dynki þegar það lenti í klósettinu. Ég sat þarna stjörf og trúði ekki að þetta var að gerast. Eftir að hafa sitið þarna og hugsað um hversu súrt þetta var í nokkrar mínútur stóð ég upp. Ég leit ofan í klósettið en sá ekkert fyrir blóði. Ég veit ekki hvort ég hefði höndlað það að sjá eitthvað. Ég starði ofan í klósettið í hálftíma, óviss um hvað ég ætti að gera. Þetta hefði geta verið barn. Hvað á ég að gera? Á ég að sturta þessu niður? Hugsaði ég.

Ég vil aldrei upplifa þetta aftur en þetta er án efa með bestu ákvörðunum sem ég hef tekið í lífinu og ég mun aldrei sjá eftir þessu. Ég sé að sjálfsögðu eftir því að hafa ekki komið í veg fyrir þetta til að byrja með. Ég sé eftir því að hafa ekki verið ábyrg með getnaðarvarnir. Ég sé eftir því að hafa byrjað að stunda kynlíf þegar ég var augljóslega ekki með þroska í það.

– Nafnlaust

One thought on “Fimmtán ára í fóstureyðingu

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s