Brjóstgjöf

Nú hef ég verið með barn á brjósti í rúma 8 mánuði, og hefur það gengið eins og í sögu! Fyrri brjóstgjöf gekk ekki eins vel.

Enda var ég mjög undirbúin fyrir þessa brjóstgjöf!

Hér eru mín tips til undirbúa brjóstgjöf
 • Kynna sér brjóstgjöf!
  Ég gerði það ekki með fyrra barn og hélt einfaldlega að maður myndi bara leggja barnið á brjóstið, það sýgur og það gæti orðið vont. (haha)…
 • Barnið þarf að vera lagt RÉTT á brjóstið. Það er númer 1,2 og 3, Svo maður spyr aldrei of oft fagfólkið hvort barnið sé ekki alveg örugglega að sjúga brjóstið rétt.
 • Getur verið erfitt að fá barnið til að ná yfir alla geirvörtuna þegar brjóstið er grjóthart, en gott er að taka utan um geirvörtuna, þegar barnið er að fara sjúga.
 • Stálmi..
  Ég bleytti bleyju með vanti og geymdi inní frysti, setti svo bleyjuna á brjóstið/brjóstin eftir hverja gjöf.
  Lagði einnig stundum heitan þvottapoka fyrir gjöf.
 • Stífla..
  Heit sturta og nudda brjóstið vel, ég setti einnig heitan grjónapoka og nuddaði brjósið vel og lengi yfir sjónvarpinu.
 • Svo þarf að passa allt hreinlæti í kringum brjóstin og reyna að halda svæðunum þurrum, ég þvoði brjóstin reglulega og þurrkaði yfirleitt eftir gjöf svona fyrstu mánuðina þar sem ég fékk sveppasýkingu með fyrri brjóstgjöf og vildi svo alls ekki lenda í því aftur!

Helsta ráð sem ég gef öllum verðandi foreldrum er að undirbúa sig undir brjóstgjöfina og jafnvel fara á brjóstgjafar námskeið!

Ég íhugaði lengi hvort ég ætti í alvöru að leggja það aftur á mig að gera tilraun á brjóstgjöfina með annað barn, ákvað að slá til og sé svo alls ekki eftir því, svo yndislegar stundir sem ég hef átt með dóttur minni með brjóstgjöf.

image1

-Eva Rós

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s