Mest notuðu snyrtivörurnar í augnablikinu

1. Glamglow supermud – Þessi er búin að vera uppáhalds hreinsimaskinn minn frá því að ég kynntist honum fyrir tæpu ári. Það sést strax ásjáanlegur munur.

2. Hemp Hard Working Hand Protector Cream frá TheBodyShop – Án efa besti handáburður sem ég hef prófað. Ég fæ rosalega slæmt exem sem versnar rosalega í kulda. Ég þurfti að nota sterakrem daglega þangað til ég kynntist þessu.

3. Karma Komba Shampoo bar frá Lush – Besta hársápa sem ég hef prófað og með uppáhalds Lush ilminum mínum. Sápan er náttúruleg, umbúðarlaus og freyðir sjúklega vel. Ég er búin að vera nota sama sápustykkið  síðan í byrjun nóvember og það er ennþá nóg eftir.

4. Snow Fairy Solid Body Conditioner frá Lush – Ég elska að vera með silkimjúka, vel nærða húð en ég gjörsamlega þoli ekki að bera á mig body lotion eftir sturtu. Mér finnst það sjúklega leiðinlegt svo ég var hoppandi kát þegar ég kynntist þessu næringarstykki. Eftir að ég er búin að þvo mér með sápu þá fer ég hratt yfir líkaman með stykkinu og nudda létt og skola mig síðan og voila. Húðin fær sína næringu og ég lykta dásamlega.

5. Rå Oils Clear Cleanser – Ég fékk prufu af þessum þegar ég keypti Acne Therapy olíuna frá Ra Oils og ég varð ástfangin. Já ég meina það. Ég er obsessed. Ég án alls gríns hlakka til að þrífa á mér húðina, sérstaklega á kvöldin, það er eitthvað svo ótrúlega róandi við lyktina af hreinsinum. Ég byrja á því að bleyta andlitið með heitu vatni, nudda síðan létt með hreinsinum og legg heitan þvottapoka yfir andlitið sem myndar gufu svo húðin sýgur í sig olíuna. Þetta geri ég nokkrum sinnum og enda síðan á því að nudda létt með þvottapokanum.

6. Rå Oils Acne Therapy – Ég var búin að heyra svo mikið af mögnuðum reynslusögum af þessari olíu svo ég varð að prófa hana. Ég er búin að glíma við mjög slæmt acne síðan ég varð ólétt fyrir tæplega þremur árum. Ég er búin að prófa heilan helling af hinum og þessum húðvörum ásamt því að fara á langan sýklalyfjakúr. Ég er búin að vera nota þessa olíu síðan í lok desember og hingað til þá sé ég mun á bólunum, þurkinum og einnig exeminu mínu. Ég hlakka til að segja ykkur betur frá olíunni þegar ég er búin að nota hana í lengri tíma og komin með meiri reynslu.

7. Origins Ginzing Refreshing Eye Cream – Ég er ekki búin að eiga þetta augnkrem lengi en ég fýla það í tættlur. Ég er alltaf með dökka bauga og set það á mig þegar ég vakna. Þar sem ég mála mig ekki dags daglega þá er þetta algjör snilld til að fríska aðeins upp á útlitið.

8. Origins Ginzing Energy Boosting Gel – Ég er heldur ekki búin að nota þetta neitt lengi, ég nota aðallega acne therapy olíuna en þegar ég vill vera extra fresh nota ég þetta krem. Mjög frískandi og næs.

Takk fyrir að lesa xx
Instagram: anitakroyer 
Snapchat: narnia.is 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s