Mánaðarmyndataka

Þegar ég var ólett að Viktoríu Sól  langaði mig í bumbumyndatöku. Ég leitaði lengi að góðum ljósmyndara sem væri ekki of dýr og ég fann loksins eina sem ég var ánægð með og hafði samband við hana. Ég var svo heppin að hún átti einn lausan tíma (enda var ég frekar sein í þessu) og það vildi svo skemmtilega til að dagurinn sem hún átti laust var 23. september sem er dagurinn sem ég varð tvítug.

Eftir að ég bókaði tíma sendi hún mér nokkur tilboð, eftir að hafa skoðað þau vel leist mér mjög vel á eitt þeirra, tilboðið var svona bumbumyndataka+nýbura+ mánaðarmyndataka og 1 árs myndataka. Þegar ég fór í bumbumyndatöku pöntuðum við þetta pakka tilboð hjá henni og biðum svo spennt eftir að krílið myndi koma heiminn til að byrja tilboðið okkar. (Eða allavega ég, Björgvin var ekkert sérstalega spenntur haha)

Hún hætti því miður með þetta pakka tilboð stuttu eftir að við byrjuðum en ég hef  heyrt um fleiri ljósmyndara sem eru með svipaða pakka. Ég gæti ekki mælt nógu mikið með þessu, það er svo dýrmætt að eiga allar þessar fallegu myndir. Ég ætlaði að vera rosa dugelg að taka líka sjálf mánaðar myndir en ég held ég hafi tekið mest tvær og svo gleymdist þetta bara.

 

1 árs myndatakan ❤️

Ég mæli svo innilega með henni Hrafndísi hún er snillingur í sínu fagi, hún er frábær með börn og bara ótrúlega skemmtielg og góð. Viktoría dýrkar hana og hún nær alltaf fá hana til að brosa hvort sem hún sé í góðu skapi eða ekki.

Ásta Logo

Instagram: Astasoley23

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s